Leiguskilmálar
Leiguskilmálar
- Hið leigða verður afhent leigutaka og skal leigutaki skila því í sama ásigkomulagi og það var við móttöku, að undanskildu eðlilegu notkunarsliti. Ef hinu leigða er skilað áberandi skítugu eða blautu getur leigusali lagt á sérstakt gjald vegna hreinsun eða þurrkun. Leigutaki hefur kynnt sér leiðbeiningar um notkun og meðferð hins leigða.
- Leigutaki er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á hinu leigða og fylgihlutum þess að svo miklu leiti sem tryggingarfélag Skátalands bætir það ekki, þar með talið sannanlegum tekjumissi Skátalands, þann tíma sem viðgerð á hinu leigða stendur yfir. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef hið leigða tapast eða ef því er stolið úr vörslu hans. Ber leigutaka að greiða að fullu andvirði hins leigða, auk leigu til þess tíma að uppgjör hefur farið fram. Ábyrgð leigutaka nær til alls þess tíma sem hið leigða er í vörslu hans en miðast ekki við ofangreindan leigutíma.
- Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa, óhappa eða skemmda er kynnu að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á hinu leigða er hann leigir út. Þá er leigusali ekki ábyrgur fyrir töfum sem verða á uppsetningu eða frágangi vegna veðurs eða annarra náttúrufyrirbæra.
- Leigutaki ber alla ábyrgð á að segja til um hvar hið leigða er og öllu tjóni sem kunna að verða á lögnum, malbiki, gróðri eða jarðvegi við notkun hins leigða. Leigutaki ábyrgist öll nauðsynleg leyfi sem til þarf.