Starfsmenn
Sumarstarf hjá Skátalandi
Skátaland leitar eftir öflugum einstaklingum 18 ára og eldri til þess að ráða í vinnu sumarið 2024. Við leitum eftir einstaklingum sem eru úrræðagóðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir. Starfið felst meðal annars í umsjón með leigubúnaði Skátalands og undirbúningi og framkvæmd viðburða eins og 17. júní. Einnig að aðstoða skátafélögin í Reykjavík við framkvæmd á Útilífsskólum skáta og ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.
Skilyrði
Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að vera með bílpróf og kostur er að vera með kerrupróf (BE-réttindi). Einnig þarf viðkomandi að vera einstaklega hress og kátur.
Umsóknarfrestur er til 11.mars og skal senda umsóknir á tölvupóstinn skataland@skataland.is
Aukavinna hjá Skátalandi
Skátaland leitar einnig eftir skátum 14 ára og eldri í sem eru til í aukaverkefni. Skátaland er með fjölmörg verkefni þar sem okkur vantar aukahendur. Ef þið hafið áhuga á að afla ykkur smá auka tekna þá getið þið skráð ykkur með því að smella hér > Skrá mig